
Framsækið og traust byggingarfyrirtæki
Fortis ehf. er framsækið og traust byggingarélag sem býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu sem tryggir gæði og hagkvæmni öllum stigum verks í samræmi við einkunnarorð og gildi félagsins.
Starfsemi
Fortis býr yfir meira en 25 ára reynslu af fjölbreyttum framkvæmdum, allt frá íbúðar-, verlsunar- og atvinnuhúsnæðum til iðnaðar-, tækni- og veitumannvirkja. Starfsemi og verkefnum félagsins má þó skipta í þrjá meginflokka
Hönnun og uppbygging íbúðarhúsnæðis fyrir almennan markað
Virkri þáttöku á opinberum útboðsmarkaði.
.
Þjónustu á sviði viðhalds og endurbóta fyrir fyrirtæki og stofnanir
Fyrirtækið
Fortis er stofnað og rekið af Brynjari Erni Áskelssyni og Sindra Má Guðbjörnssyni, en hjá fyrirtækinu starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsmanna auk undirverktaka.
Lögð er áhersla á fjölskylduvænann vinnustað og metnaðarfullt starfsumhverfi með góðum aðbúnaði og jákvæðu viðmóti.
Gildi og einknunnar orð
Gildi okkar og einkunnarorð eru kjarninn í allri okkar starfsemi, óháð stærð verkefna. Þau endurspegla skuldbindingu okkar til vandaðra vinnubragða og ástríðu fyrir því að ná framúrskarandi árangri í hverju einasta verki.
Kraftur
Við nálgumst hvert verkefni af fullum krafti og leggjum mikinn metnað í að nýta okkar víðtæku þekkingu til að finna bestu og hagkvæmustu lausnirnar að hverju sinni. Kraftur okkar felst einnig í því að sjá möguleika þar sem aðrir sjá hindranir. Af krafti erum við drifnir áfram til að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavina okkar til tíma, kostnaðar og gæða.
Dugur
Dugur félagsins felst í djúpri sérþekkingu á öllum stigum byggingarframkvæmda, allt frá fyrstu áætlunum og fram til afhendingar. Dugur okkar er m.a. fólginn í því að vera óhræddir til þess að taka að okkur flókin og krefjandi verkefni, hvort sem um er að ræða nýsmíði, endurbætur eða viðhaldsverkefni. Með vandvirkni og ástríðu fyrir starfinu tryggjum við að hvert skref sé úthugsað og árangursríkt.
Áreiðanleiki
Áreiðanleiki er einn af hornsteinum okkar í samskiptum við viðskiptavini og samstarfs-aðila. Við setjum ávallt öryggi og gæði í forgang og leggjum mikla áherslu á að virða gefin loforð og skuldbindingar okkar. Með fagmennsku og vandvirkni tryggjum við að viðskiptavinir okkar geti treyst á varanlegar og öruggar lausnir, sem gerir Fortis að áreiðanlegum samstarfsaðila til framtíðar.
