Ný heimasíða Fortis kominn á veraldarvefinn!
Eftir töluverða vinnu og vangaveltur undanfarna mánuði er það okkur mikið fagnaðarefni að setja nýja heimasíðu Fortis ehf. loksins í loftið.
Undanfarna mánuði höfum við eytt töluverðum tíma að vinna að nýrri og betrum bættri heimasíðu fyrir félagið og fögnum við þessum merka áfanga.
Á heimasíðunni má finna helstu upplýsingar um félagið, áherslur, starfsmenn, fyrri verkefni ásamt upplýsingum um eignir sem eru í sölu hjá okkur og helstu fréttir af daglegum rekstri félagsins sem verða uppfærðar með reglubundnum hætti.