Landsnet semur við Fortis um byggingu tengivirkis að Ferjufiti
Þann 17. mars síðastliðinn var undirritaður verksamningur milli Fortis og Landsnets um uppbyggingu og frágang á tengivirki að Ferjufiti í Rangárþingi Ytra.
Um er að ræða tengivirki sem á að þjóna nýjum vindmyllugarði við Búrfellslund sem nú ber heitið Vaðölduver.
Við erum afar spenntir yfir því að bjóðast tækifæri til að taka þátt í innviðauppbyggingu landsins og hlökkum til að láta ljós okkar skýna í þessu spennandi og áhugaverða verkefni.